Vetrarstarf sönghópsins Tóna og Trix hefst með aðalfundi sem verður haldinn föstudaginn 7. október kl. 10.00 á Níunni. Þar verður farið fyrir reikninga og vetrarstarfið rætt.
Sönghópurinn stefnir að því að hefja söngæfingar föstudaginn 14. október kl. 10.00 sem verður æfingardagur Tóna og Trix í vetur.
Þessi gefandi og glaðlegi félagsskapur óskar svo sannarlega eftir fólki sem hefur gaman að því að syngja með skemmtilegu fólki og vonar að sjá sem flesta.