Vetrardagskrá Níunnar er komin á fullt skrið. Stundatöfluna er hægt að nálgast hér.

Ný spilalota hófst 2. október og eru spiluð fjögur kvöld í lotu en úrslitin eru reiknuð út frá þremur kvöldum, þannig að það kemur ekki að sök ef eitt kvöld dettur út.

Hildigunnur heldur áfram með leikfimina tvisvar í viku, boccia er á sínum stað í Íþróttarmiðstöðinni, handavinnukaffi á þriðjudögum, tréskurður og tiffaný á miðvikudögum, spiladagar á þriðjudögum og fimmtudögum, leshópur á mánudögum, karlarabb á miðvikudögum og tréskurður á fimmtudögum. Guðmundur djákni les framhaldssögu á fimmtudögum og Ester mun stýra söngstund út nóvembermánuð. Allir þeir sem hafa ánægju af söng ættu að koma og syngja með.

Sr. Baldur og Guðmundur djákni verða með samverustund einu sinni í mánuði fram að jólum; föstudagana 6. okt. , 3. nóv., og 1. des.

Konukvöld verður 2. nóv., karla-kótilettukvöld 17. nóv. og litlu-jólin 1. des.

Ester er með sundleikfimi í hádeginu á þriðjud. og fimmtud. og byrjar tíminn kl. 12.

Eldriborgarar og öryrkjar fá frítt í sund og 40% afslátt í tækjasal.

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Níunni. Það má líka geta þess að þar er alltaf heitt á könnunni og gott næði til að lesa dagblöðin.

Allar nánari upplýsingar í síma 483-3614.

Similar Posts