Vetrardagskrá Félags eldri borgara í Ölfusi var kynnt á félagsfundi 1. sept. Dagskráin er fjölbreytt að venju með sínu hefðbundna sniði: Leshópur, karlarabb, spiladagur, keramikmálun, tiffany, kortagerð, púkkvinna, boccia og ringó.

Á stundatöfluna hefur bæst við meiri hreyfing frá því á vorönn. Hollvinafélagið Höfn ætlar að bjóða félagsmönnum að stunda leikfimi í Íþróttamiðstöðinni á mánudögum kl. 10. 20 og á 9-unni á miðvikudögum kl. 10.00 undir leiðsögn Hildigunnar sjúkraþjálfara. Ester verður með vatnsleikfimi á þriðjudögum kl. 16.30 og á fimmtudögum kl. 12.00. Af þessu má sjá að flestir, ef ekki allir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi.


Stundatafla á haustönn 2016

Similar Posts