Síung er vefur eldri borgara í Sveitarfélaginu Ölfusi. Vefurinn á að veita félagsmönnum upplýsingar um starfsemi félagsins, hagnýtar upplýsingar um þjónustu í héraði. Aðgengi að upplýsingum um réttindi og skyldur, hvernig er að eldast, fræðslu og nám. Félagsmenn geti nýtt vefinn til að koma hugðarefnum og skoðunum sínum á framfæri.
Síung leggur áherslu á að lífsreynsla, þroski og þekking eldri borgara sé dýrmæt fyrir samfélagið okkar og þess virði að koma henni á framfæri með greinum og viðtölum.