Mars

Í gryfjunni á 9-unni fara námskeiðin fram.

Þriðji starfsmánuður á árinu er hafinn á Níunni með föstum liðum eins og venjulega. Félagsvistin er spiluð á fullu og í hverri viku streymir fólk á Níuna til að spila brids, taka þátt í karlarabbinu og starfi leshópsins sem og iðka keramiklistmunagerð og aðra handavinnu. Aldrei dauð stund þar.

En það er ekki bara sálin sem hressist við komuna á Níuna heldur má líka þjálfa líkamann. Hægt er að fara á göngubretti, hjóla og stinga höndunum í vaxpottinn og láta þreytu og verki líða úr fingrunum. Munið að nýta ykkur allt þetta. Svo má ekki gleyma að koma og fá sér kaffi og jafnvel köku með síðdegis, tylla sér og tala við vini og kunningja eða kíkja í blöðin. Loks er það hinn heimalagaði Níumatur sem nýtur mikilla vinsælda. Hvers vegna ekki að boða komu sína og prófa hvernig hann smakkast, en munið að láta vita daginn áður að ykkar sé von.

Níufólkið hlakkar til að sjá ykkur sem fyrst og oftast og það má fullyrða að sjálf munið þið njóta heimsóknarinnar.

fb

 

 

Similar Posts