Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði, söng á Níunni dag fyrir fullan sal af fólki. Stjórnandi kórsins er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. Kórinn söng mörg lög og átti nokkur aukalög þegar hann var klappaður upp oftar en einu sinni.

Gaflarakórinn var á yfirreið um Suðurland og ákvað að koma við í Þorlákshöfn, syngja fyrir félagaga sína í Félagi eldri borgara í Ölfusi, drekka með þeim kaffi, spjalla og skoðaði sig um á Níunni.

Skemmtileg heimsókna á dýrlegum haustdegi.

Ýtið hér til að sjá fleiri myndir.

Similar Posts