Fréttir

Þorrablót 2016

Þorrablót 2016

Það var glatt á hjalla á þorrablóti Félags eldri borgara í Ölfusi og Níunnar á bóndag 22. janúar síðastliðinn. Salurinn á Níunni var fullur af prúðbúnu fólki. Borð svignuðu undan þorramat frá Kjarnafæði en um matinn sáu þær stöllur Beata og Sigga sem vinna í mötuneyti Níunnar. Sönghefti voru á borðum með þorrasöngvum sem sungið…

Mikið um að vera á 9-unni

Mikið um að vera á 9-unni

Nemendur á miðstigi Grunnskólans í Þorlákshöfn komu 16. nóv. á Degi íslenskrar tungu og lásu ljóð og sungu svo fallega fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Félagsfundur var 19. nóv. og mætti formaður og varaformaður Landsambands eldri borgara. Jólabasarinn var svo 21. nóv. og var glatt á hjalla. Nemendur 10. bekkjar Grunnskólans komu 23. nóv. og…

Undirbúningur fyrir jólabasarinn hafinn

Undirbúningur fyrir jólabasarinn hafinn

Þá er októbermánuður genginn í garð og styttist óðum í jólabasarinn. Undirbúningur  gengur vel og spretta hér upp alls konar jólafígúrur á miðvikudögum en þá fer basarvinnan fram og munið að allir eru velkomnir að taka þátt í henni og koma með sínar hugmyndir.Tréútskurður er kominn í fullan gang og eru enn laus pláss þar,…

Allt komið á fullt á 9-unni og hjá FEBÖ

Allt komið á fullt á 9-unni og hjá FEBÖ

Haustið er komið og vetrarstarfið hafið á 9-unni og þar með hjá Félagi eldriborgara í Ölfusi. Sitthvað nýtt verður á döfinni og annað með hefðbundnum hætti. Helstu nýjungar eru: Útskurðarnámskeið undir leiðsögn Valdimars Ingvasonar. Það verður á fimmtudögum kl. 9. Silkimálun er líka nýjung og Eyjólfur Veturliði Jónsson kennir. Námskeiðið er klukkan 13 á föstudögum. Tiffaný…

Hátíðarhattar, útigrill, stólajóga og leirgerð í boði á 9-unni í vetrarlok

Hátíðarhattar, útigrill, stólajóga og leirgerð í boði á 9-unni í vetrarlok

Þá fer vetrastarfið á 9-unni að renna sitt skeið en þó er kannski hápunkturinn eftir, Hafnardagar og skemmtilegheitin í kringum þessa ágætu bæjarhátíð okkar. Í fyrra litu í fyrsta sinn bæjarhátíðarhattarnir dagsins ljós og vöktu mikla athygli og ánægju. Konur í Félagi eldri borgarra hafa ekki setið auðum höndum að undanförnu og hefur þeim tekist…

Heimsókn á Níuna — upplyfting fyrir líkama og sál

Heimsókn á Níuna — upplyfting fyrir líkama og sál

Þriðji starfsmánuður á árinu er hafinn á Níunni með föstum liðum eins og venjulega. Félagsvistin er spiluð á fullu og í hverri viku streymir fólk á Níuna til að spila brids, taka þátt í karlarabbinu og starfi leshópsins sem og iðka keramiklistmunagerð og aðra handavinnu. Aldrei dauð stund þar.En það er ekki bara sálin sem…

Unaðsdagar í Hólminum og ný stjórn FEBÖ

Unaðsdagar í Hólminum og ný stjórn FEBÖ

Aðalfundur Félags eldri borgara í Ölfusi var haldinn í febrúar og var vel sóttur. Meðal mála var að sjálfsögðu kjör stjórnar og einnig var sagt frá sumarferð félagsins sem lofar góðu en ferðalangar munu bregða sér á Unaðsdaga í Hólminum og dveljast þar frá mánudegi til föstudags síðast í apríl.Sú breyting varð á í kjölfar…

Ný fjögurra kvölda félagsvist að hefjast á Níunni

Ný fjögurra kvölda félagsvist að hefjast á Níunni

Gaman er að segja frá því að hið árlega Þorrablót sem haldið var á Níunni á bóndadaginn var með eindæmum vel lukkað. Gestir voru hátt í sextíu talsins og skemmtu allir sér frábærlega vel og þorramaturinn reyndist hinn besti. Leshópurinn fór á kostum og fékk fólk til að kveðast á eins og gert var hér áður…

Dagdvölin tók þátt í gjafasendingum til útlanda

Dagdvölin tók þátt í gjafasendingum til útlanda

Fólkið á dagdvölinni á Níunni hafði töluvert fyrir stafni fyrir jólin þar sem ákveðið var að taka skyldi þátt í verkefninu Jól í skókassa. Var þetta í annað sinn sem það er gert.Margvíslegt dót fór í kassana, handverk sem fólkið hafði unnið sjálft eða aðrir komið með og lagt af mörkum. Má þar nefna húfur,…

Missið ekki af skemmtilegheitunum á 9-unni

Missið ekki af skemmtilegheitunum á 9-unni

Vorönnin á Níunni er hafin og segja má að starfið verði með nokkuð hefðbundnum hætti. Þeir hörðustu eru þegar byrjaðir, briddsararnir, karlarnir í karlarabbinu, leshópurinn og boccia fólkið en síðan tekur eitt við af öðru að venju Boccia verður í íþróttahúsinu á þriðjudögum kl. 10.30 og föstudögum kl. 11.00. Kortagerðin hefst 15. jan. klukkan 13.00….