Vorferð FEBÖ var farin að þessu sinni til Siglufjarðar og dvalið á hótel Sigló í tvær nætur. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð var leiðsögumaður okkar og ók með okkur um Siglufjörð og Ólafsfjörð og sagði okkur frá bæjunum. Við skoðuðum Þjóðlagasetrið, Síldarminjasafnið og bjórverksmiðju. Við vorum heppin með veður eins og reyndar alltaf í ferðunum okkar í gegnum árin. Siglfirðingar tóku vel á móti okkur og allt gekk vel og allir ánægðir. Dagsferð félagsins er í undirbúningi og verður auglýst síðar.

Landsmót 50+ verður haldið í Hveragerði í júní og Boccia liðið okkar æfir nú stíft fyrir mótið. Æfingar eru í Íþróttahúsi á þriðjudögum kl. 9.30 ef einhver vill bætast í hópinn, einnig verður keppt í mörgum öðrum greinum s.s. pönnukökubakstri, stígvélakasti, golfi og fl. ef fólk langar að vera með.

Grill og harmonikkuball verður á 9-unni á Hafnardögum. Nánar auglýst síðar.

G.K.

Similar Posts