Félagsstarfið á Níunni er hafið að nýju eftir jól og áramót. Leshópurinn hittist að venju á mánudögum kl. 13.00 og er upplagt fyrir þá sem hafa yndi af lestri góðra bóka að mæta, lesa saman og ræða málin. Þeir sem hafa áhuga á að skera út í tré geta mætt á fimmtudagmorgnum kl. 10.00. Þar kemur fólk saman og sker út; lærir handtökin hvert af örðu, fær hugmyndir og nýtur þess að vera saman. Ef einhver hefur áhuga að prófa þá eru hægt að fá lánaða hnífa á Níunni. Kortagerðin er á sínum stað á fimmtudögum kl. 13.00. Tækifæriskortin eru seld á Níunn fyrir kostnaði. Kortagerðarfólkið vill gjarnan fá fleiri í hópinn; nýtt blóð með ferskar og nýjar á hugmyndir. Það stendur til að vera með Tiffany námskeið, ef næg þátttaka fæst, á miðvikudögum kl. 17.00. Skráningarblað er á Níunni.

Tónar og Trix er sönghópur sem æfir í tónlistarskólanum sem er til húsa í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Æfingarnar eru á föstudögum kl. 10.00. Allir sem gaman hafa af söng eru hvattir til að koma og syngja. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er stjórnandi kórsins.

Aðalfundur Félags eldri borgara í Ölfusi verður haldinn á sal Níunnar laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Venjuleg aðalfundarstörf.

Myndakvöld verður 17. febrúar og óskar Sigrún Theodórsdóttir eftir stafrænum myndum úr Færeyjaferðinni sem farin var í fyrra.

Það er alltaf heitt á könnunni á Níunni.

Similar Posts