Vetrarstarfið á Níunni hefur að mestu verið hefðbundið en leikfimi undir stjórn Hildigunnar sjúkraþjálfara er þó ný af nálinni. Leikfimiæfingarnar þykja mjög góðar og gárungar segja; að nú sé fólk farið að geta klippt á sér táneglur og pússað hælana eftir að hafa stundað leikfimina það sem af er vetri enda er aðsóknin mikil.
Boccia hópurinn fór á Eyrarbakka að heimsækja Boccia hópinn þar, þann 21. nóvember. Hópurinn vígði nýju bolina sína og var svona sallafínn í þeim.
Í byrjun nóvembermánaðar var haldið konukvöld á Níunni og var salurinn fullur af konum á öllum aldri. Talið er að þarna hafi verið slegið met í aðsókn – og konurnar skemmtu sér ljómandi vel.
Jólabasar var haldinn laugardaginn 19. nóvember á Níunni og var mikið af fallegu handverki til sölu og sannkölluð kaffihúsastemning - með vöfflum, heitu súkkulaði og að sjálfsögðu var jólatónlist leikin.
Félagsvist hefur verð spiluð vikulega í haust, á hverjum mánudegi, og er eitt kvöld eftir á þessu ári, mánudag 4. des. kl. 20.
Jólabingó verður haldið á Níunni þann 12. desember kl. 20. Allri eru velkomnir; alltaf gaman að hittast á aðventunni og spila bingó og ekki skemmir að eiga kannski von á vinningi!
Sönghópurinn Tónar og Trix ætar að vera með jólatónleika í Versölum, Ráðhúsi Ölfus, þriðjudaginn 13. des. kl. 20.
Nemendur tónlistarskólans ætla að koma á Níuna, miðvikudaginn 14. desember kl. 15.30, og spila fyrir gesti og gangandi. Allir velkomnir.
Það er alltaf rjúkandi kaffi á boðstólum á Níunni og hver veit nema að jólasmákökur verði í skálum á aðventunni og það væri sannarlega gaman að sjá sem flesta reka inn nefið.
Similar Posts
Mikið um að vera á 9-unni
Nemendur á miðstigi Grunnskólans í Þorlákshöfn komu 16. nóv. á Degi íslenskrar tungu og lásu ljóð og sungu svo fallega fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Félagsfundur var 19. nóv. og mætti formaður og varaformaður Landsambands eldri borgara. Jólabasarinn var svo 21. nóv. og var glatt á hjalla. Nemendur 10. bekkjar Grunnskólans komu 23. nóv. og…
Unaðsdagar í Hólminum og ný stjórn FEBÖ
Aðalfundur Félags eldri borgara í Ölfusi var haldinn í febrúar og var vel sóttur. Meðal mála var að sjálfsögðu kjör stjórnar og einnig var sagt frá sumarferð félagsins sem lofar góðu en ferðalangar munu bregða sér á Unaðsdaga í Hólminum og dveljast þar frá mánudegi til föstudags síðast í apríl.Sú breyting varð á í kjölfar…
Vortóneikar Tóna og Trix
Það var létt og skemmtileg stemmning á tónleikum sönghópsins Tóna og Trix í Ráðhúsi Ölfuss á fimmtudagkvöld 2. júní. Salurinn var troðfullur af fólki.Hljómsveitin sem spilaði undir sönginn var ekki af verri endanum. Yngstu meðlimir sveitarinnar voru þeir Jakob Unnar Sigurðarson sem spilaði á bassa og Þröstur Ægir Þorsteinsson á trommur. Þeir eru nemendur í…
Dagur aldraðra
Það var falleg og notaleg helgistund á sal Níunnar á uppstigningardag – á degi aldraðra. Salurinn var þéttskipaður fólki sem hlýddi á fallegan söng Yngri barnakórs Grunnskólans í Þorlákshöfn undir stjórn Sigþrúðar Harðardóttur og Gests Áskelssonar sem spilaði jafnframt undir sönginn. Séra Baldur Kristjánsson leiddi helgistundina og Guðmundur S. Brynjólfsson djákni predikaði. Uppstigningardagur var gerður…
Menningarferð um nærsveitir
Ég fór ásamt félögum mínum í Norræna félaginu í Ölfusi í menningarferð um nærsveitir sem var svo skemmtileg að ég má til með að deila ferðasögunni. Listasafn Árnesinga Við byrjuðum í Listasafni Árnesinga. Undir leiðsögn Kristínar Scheving safnstjóra skoðuðum við vidólistaverk eftir listamennina Gary Hill, Steinu og Woody Vasulka. Kristín var ein þeirra sem setti upp…
Vetrardagskrá haustið 2017 á Níunni
Vetrardagskrá Níunnar er komin á fullt skrið. Stundatöfluna er hægt að nálgast hér. Ný spilalota hófst 2. október og eru spiluð fjögur kvöld í lotu en úrslitin eru reiknuð út frá þremur kvöldum, þannig að það kemur ekki að sök ef eitt kvöld dettur út. Hildigunnur heldur áfram með leikfimina tvisvar í viku, boccia er…