Vetrarstarfið á Níunni hefur að mestu verið hefðbundið en leikfimi undir stjórn Hildigunnar sjúkraþjálfara er þó ný af nálinni. Leikfimiæfingarnar þykja mjög góðar og gárungar segja; að nú sé fólk farið að geta klippt á sér táneglur og pússað hælana eftir að hafa stundað leikfimina það sem af er vetri enda er aðsóknin mikil.
Boccia hópurinn fór á Eyrarbakka að heimsækja Boccia hópinn þar, þann 21. nóvember. Hópurinn vígði nýju bolina sína og var svona sallafínn í þeim.
Í byrjun nóvembermánaðar var haldið konukvöld á Níunni og var salurinn fullur af konum á öllum aldri. Talið er að þarna hafi verið slegið met í aðsókn – og konurnar skemmtu sér ljómandi vel.
Jólabasar var haldinn laugardaginn 19. nóvember á Níunni og var mikið af fallegu handverki til sölu og sannkölluð kaffihúsastemning - með vöfflum, heitu súkkulaði og að sjálfsögðu var jólatónlist leikin.
Félagsvist hefur verð spiluð vikulega í haust, á hverjum mánudegi, og er eitt kvöld eftir á þessu ári, mánudag 4. des. kl. 20.
Jólabingó verður haldið á Níunni þann 12. desember kl. 20. Allri eru velkomnir; alltaf gaman að hittast á aðventunni og spila bingó og ekki skemmir að eiga kannski von á vinningi!
Sönghópurinn Tónar og Trix ætar að vera með jólatónleika í Versölum, Ráðhúsi Ölfus, þriðjudaginn 13. des. kl. 20.
Nemendur tónlistarskólans ætla að koma á Níuna, miðvikudaginn 14. desember kl. 15.30, og spila fyrir gesti og gangandi. Allir velkomnir.
Það er alltaf rjúkandi kaffi á boðstólum á Níunni og hver veit nema að jólasmákökur verði í skálum á aðventunni og það væri sannarlega gaman að sjá sem flesta reka inn nefið.
Similar Posts
Allt komið á fullt á 9-unni og hjá FEBÖ
Haustið er komið og vetrarstarfið hafið á 9-unni og þar með hjá Félagi eldriborgara í Ölfusi. Sitthvað nýtt verður á döfinni og annað með hefðbundnum hætti. Helstu nýjungar eru: Útskurðarnámskeið undir leiðsögn Valdimars Ingvasonar. Það verður á fimmtudögum kl. 9. Silkimálun er líka nýjung og Eyjólfur Veturliði Jónsson kennir. Námskeiðið er klukkan 13 á föstudögum. Tiffaný…
Sláturgerð
Þau komu trítlandi yfir á Níuna, nemendur 9. bekkjar úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn, mánudag 16. okt. Krakkarnir voru eftirvæntingafullir, því til stóð að búa til 13 slátur með starfsfólki Níunnar og fleirum. Allt gekk þetta eins og í sögu og krakkarnir voru fljót að læra handtökin. Sumir tóku það að sér að smakka soppuna (blóð,…
Þorrablót 2017
Þorrablót Félags eldri borgara í Ölfusi var haldið á bónadag 20. febrúar í sal Níunnar. Viðgerðir og endurbætur hafa staðið yfir á gólfinu í salnum síðan 3. janúar og var kappkostað við að ljúka verkinu fyrir blótið. Sigrún Theódórsdóttir forstöðumaður vígði nýtt hljóðkerfi en hún var veislustjóri að venju. Þorramaturinn kom frá Kjarnafæði sem Beata…
Aðalfundur FEBÖ
Félag eldri borgara í Ölfusi -FEBÖ- heldur aðalfund sinn, laugardaginn 11. febrúar 2017 kl.14.00 að Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.
Vortóneikar Tóna og Trix
Það var létt og skemmtileg stemmning á tónleikum sönghópsins Tóna og Trix í Ráðhúsi Ölfuss á fimmtudagkvöld 2. júní. Salurinn var troðfullur af fólki.Hljómsveitin sem spilaði undir sönginn var ekki af verri endanum. Yngstu meðlimir sveitarinnar voru þeir Jakob Unnar Sigurðarson sem spilaði á bassa og Þröstur Ægir Þorsteinsson á trommur. Þeir eru nemendur í…
Unaðsdagar í Hólminum og ný stjórn FEBÖ
Aðalfundur Félags eldri borgara í Ölfusi var haldinn í febrúar og var vel sóttur. Meðal mála var að sjálfsögðu kjör stjórnar og einnig var sagt frá sumarferð félagsins sem lofar góðu en ferðalangar munu bregða sér á Unaðsdaga í Hólminum og dveljast þar frá mánudegi til föstudags síðast í apríl.Sú breyting varð á í kjölfar…