Það var falleg og notaleg helgistund á sal Níunnar á uppstigningardag – á degi aldraðra. Salurinn var þéttskipaður fólki sem hlýddi á fallegan söng Yngri barnakórs Grunnskólans í Þorlákshöfn undir stjórn Sigþrúðar Harðardóttur og Gests Áskelssonar sem spilaði jafnframt undir sönginn. Séra Baldur Kristjánsson leiddi helgistundina og Guðmundur S. Brynjólfsson djákni predikaði.
Uppstigningardagur var gerður að alþjóðlegum degi eldri borgara fyrir u.þ.b. tveimur áratugum síðan. Prestur og djákni undirstrikuðu það, hvor á sinn hátt, að dagurinn í dag væri áminning um að treysta því sem í fljótu bragði virðist ekki geta staðist – upprisa Jesú Krists.