Janúar

sigga-prjónakona
Sigríður Guðmundsdóttir var afkastamikil í prjónaskapnum.

Fólkið á dagdvölinni á Níunni hafði töluvert fyrir stafni fyrir jólin þar sem ákveðið var að taka skyldi þátt í verkefninu Jól í skókassa. Var þetta í annað sinn sem það er gert.

Margvíslegt dót fór í kassana, handverk sem fólkið hafði unnið sjálft eða aðrir komið með og lagt af mörkum. Má þar nefna húfur, vettlinga og ýmislegt annað auk þess sem í kassana fóru t.d. tannkrem, tannburstar og fleira gagnlegt. Farið var með kassana á Selfoss, í kirkjuna þar, og þeir fóru með öðrum kössum sem fóru til barna í Úkraínu en þetta verkefni er á vegum KFUM. Þá sendi Rauði krossinn frá sér óskir um hlýjan fatnað og teppi og annað sem gæti komið sér vel hjá fólki í Úkraínu þar sem vetur eru kaldir og fólk býr margt hvert við lélegan húsakost og fátækt.

Dagdvölin sendi í þetta verkefni stóran poka fullan af teppum, tíu talsins, sem Sigga prjónakona, Sigríður Guðmundsdóttir hafði unnið að mestu. Sigga prjónar búta í ýmsum litum og síðan eru þeir heklaðir saman á skemmtilegan hátt svo úr verða frábærlega falleg og notaleg teppi bæði fyrir börn og fullorðna. Þetta er í fyrsta skipti sem Dagdvölin tekur þátt í sambærilegu verkefni.

fb

Similar Posts