Ungur nemur – gamall temur
Fimmudaginn 17. október var nemendum 9. bekkjar í heimilisfræðivali í Grunnskólanum í Þorlákshöfn boðið að koma á Níuna (Egilsbraut 9) og gera slátur með starfsmönnum, eldri borgurum í dagdvöl og þeim sem nýta sér þjónustu mötuneytisins.Nemendur þáðu boðið með þökkum og skunduðu á fund eldri borgara og starfsfólks Níunnar ásamt Berglindi Ósk Haraldsdóttur stuðningsfulltrúa. Sumir…