Eldri fréttir

Ungur nemur – gamall temur

Ungur nemur – gamall temur

Fimmudaginn 17. október var nemendum 9. bekkjar í heimilisfræðivali í Grunnskólanum í Þorlákshöfn boðið að koma á Níuna (Egilsbraut 9) og gera slátur með starfsmönnum, eldri borgurum í dagdvöl og þeim sem nýta sér þjónustu mötuneytisins.Nemendur þáðu boðið með þökkum og skunduðu á fund eldri borgara og starfsfólks Níunnar ásamt Berglindi Ósk Haraldsdóttur stuðningsfulltrúa. Sumir…

Ásberg í framboð

Ásberg í framboð

Ásberg Lárenzínusson formaður FEBÖ lætur ekki deigan síga. Hann er á framboðslista hjá Flokki fólksins fyrir alþingiskosningarnar í 20. október nk. fyrir Suðurkjördæmið. Hann skipar 20. sæti listans.Ásberg hefur alla tíð tekið virkan þátt í félagsmálum, stjórnmálum og hinu blómlega menningarlífi Þorlákshafnar. Hann hlaut menningarverðlaun Ölfuss 2016 enda barðist hann fyrir því að stofnaður yrði tónlistarskóli í…

Vetrarstarf Tóna og Trix

Vetrarstarf Tóna og Trix

Vetrarstarf sönghópsins Tóna og Trix hefst með aðalfundi sem verður haldinn föstudaginn 7. október kl. 10.00 á Níunni. Þar verður farið fyrir reikninga og vetrarstarfið rætt. Sönghópurinn stefnir að því að hefja söngæfingar föstudaginn 14. október kl. 10.00 sem verður æfingardagur Tóna og Trix í vetur. Þessi gefandi og glaðlegi félagsskapur óskar svo sannarlega eftir…

Gaflarakórinn í heimsókn

Gaflarakórinn í heimsókn

Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði, söng á Níunni dag fyrir fullan sal af fólki. Stjórnandi kórsins er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. Kórinn söng mörg lög og átti nokkur aukalög þegar hann var klappaður upp oftar en einu sinni.Gaflarakórinn var á yfirreið um Suðurland og ákvað að koma við í Þorlákshöfn, syngja fyrir félagaga sína í…

Vetrardagskrá fyrir haustönn 2016

Vetrardagskrá fyrir haustönn 2016

Vetrardagskrá Félags eldri borgara í Ölfusi var kynnt á félagsfundi 1. sept. Dagskráin er fjölbreytt að venju með sínu hefðbundna sniði: Leshópur, karlarabb, spiladagur, keramikmálun, tiffany, kortagerð, púkkvinna, boccia og ringó.Á stundatöfluna hefur bæst við meiri hreyfing frá því á vorönn. Hollvinafélagið Höfn ætlar að bjóða félagsmönnum að stunda leikfimi í Íþróttamiðstöðinni á mánudögum kl….

Vortóneikar Tóna og Trix

Vortóneikar Tóna og Trix

Það var létt og skemmtileg stemmning á tónleikum sönghópsins Tóna og Trix í Ráðhúsi Ölfuss á fimmtudagkvöld 2. júní. Salurinn var troðfullur af fólki.Hljómsveitin sem spilaði undir sönginn var ekki af verri endanum. Yngstu meðlimir sveitarinnar voru þeir Jakob Unnar Sigurðarson sem spilaði á bassa og Þröstur Ægir Þorsteinsson á trommur. Þeir eru nemendur í…

Dagur aldraðra

Dagur aldraðra

Það var falleg og notaleg helgistund á sal Níunnar á uppstigningardag – á degi aldraðra. Salurinn var þéttskipaður fólki sem hlýddi á fallegan söng Yngri barnakórs Grunnskólans í Þorlákshöfn undir stjórn Sigþrúðar Harðardóttur og Gests Áskelssonar sem spilaði jafnframt undir sönginn. Séra Baldur Kristjánsson leiddi helgistundina og Guðmundur S. Brynjólfsson djákni predikaði. Uppstigningardagur var gerður…

Vetrardagskrá 9-unnar að ljúka

Vetrardagskrá 9-unnar að ljúka

Nú er vetrardagskrá 9-unnar að líða undir lok að þessu sinni. Fólk er farið að sinna öðru með hækkandi sól. Sigrún Theódórsdóttir komst svo skemmtilega að orði í pistli sínum í maíhefti Bæjarlífs er hún sagði „Þá er sumarið að bresta á með allri sinni fegurð og fuglasöng, mannfólkið skokkar út um mela og móa í…

Bocciamót

Bocciamót

Nokkrir áhugasamir úr Félagi eldri borgara í Ölfusi hafa stundað Boccia af kappi í Íþróttamiðstöðunni í vetur. Ásberg Lárenzinusson var ánægður með árangur vetrarins: „Náðum silfri á Suðurlandsmótinu á Selfossi sem haldið var í 9. apríl sl. Silfurliðið var skipað: Sigurði Ólafssyni, Ingibjörgu Sæmundsdóttur, Brynju Herbertsdóttur og Kristjáni Óskarssyni. Tókum einnig þátt í Íslandsmeistaramótinu á…

Frá aðalfundi FEBÖ 20. feb. 2016

Frá aðalfundi FEBÖ 20. feb. 2016

Það var mjög góð mæting á aðalfund Félags eldri borgara í Ölfusi að Egilsbraut 9, laugardaginn 20. febrúar 2016.Ásberg Lárentsínusson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var að vonum ánægður með góða mætingu. Hann bað fólk um að rísa á fætur og minnast látinna félaga. Hann skipaði Önnu Lúthersdóttur fundarstjóra með samþykki fundarmanna.Guðfinna Karlsdóttir…