Eldri fréttir

Menningarferð um nærsveitir
|

Menningarferð um nærsveitir

Ég fór ásamt félögum mínum í Norræna félaginu í Ölfusi í menningarferð um nærsveitir sem var svo skemmtileg að ég má til með að deila ferðasögunni.  Listasafn Árnesinga Við byrjuðum í Listasafni Árnesinga. Undir leiðsögn Kristínar Scheving safnstjóra skoðuðum við vidólistaverk eftir listamennina Gary Hill, Steinu og Woody Vasulka. Kristín var ein þeirra sem setti upp…

Að byrja í golfi á gamals aldri
|

Að byrja í golfi á gamals aldri

23 október spiluðum við hjónin golf á Þorlákshafnarvelli. Vinafólk okkar fékk þá snildarhugmynd að það væri upplagt að spila golf þennan dag og buðu okkur með. Þau er þaulvön en það erum við hjónin ekki. Í einfeldni minni hélt ég að maður spilaði ekki golf þegar væri komið svona langt fram í október. Golfdella Um…

Sláturgerð

Sláturgerð

Þau komu trítlandi yfir á Níuna, nemendur 9. bekkjar úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn, mánudag 16. okt. Krakkarnir voru eftirvæntingafullir, því til stóð að búa til 13 slátur með starfsfólki Níunnar og fleirum. Allt gekk þetta eins og í sögu og krakkarnir voru fljót að læra handtökin. Sumir tóku það að sér að smakka soppuna (blóð,…

Vetrardagskrá haustið 2017 á Níunni

Vetrardagskrá haustið 2017 á Níunni

Vetrardagskrá Níunnar er komin á fullt skrið. Stundatöfluna er hægt að nálgast hér. Ný spilalota hófst 2. október og eru spiluð fjögur kvöld í lotu en úrslitin eru reiknuð út frá þremur kvöldum, þannig að það kemur ekki að sök ef eitt kvöld dettur út. Hildigunnur heldur áfram með leikfimina tvisvar í viku, boccia er…

Vorferð, Landsmót 50+ og Hafnardagar

Vorferð, Landsmót 50+ og Hafnardagar

Vorferð FEBÖ var farin að þessu sinni til Siglufjarðar og dvalið á hótel Sigló í tvær nætur. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð var leiðsögumaður okkar og ók með okkur um Siglufjörð og Ólafsfjörð og sagði okkur frá bæjunum. Við skoðuðum Þjóðlagasetrið, Síldarminjasafnið og bjórverksmiðju. Við vorum heppin með veður eins og reyndar alltaf í ferðunum okkar…

Alltaf heitt á könnunni á 9-unni

Alltaf heitt á könnunni á 9-unni

Þá er sumarið komið til okkar og vonandi verður það sólríkt og gott. Hér á 9-unni er alltaf opið frá 8.00 -16.00 ef fólk langar í kaffisopa og að kíkja í dagblöðin. Skipulagt félagsstarf, samkvæmt stundartöflu, er komið í sumarfrí fyrir utan nokkra „bridsara“ sem láta enga farfugla stoppa sig í spilagleðinni og handavinnukonur sem…

Þorrablót 2017

Þorrablót 2017

Þorrablót Félags eldri borgara í Ölfusi var haldið á bónadag 20. febrúar í sal Níunnar. Viðgerðir og endurbætur hafa staðið yfir á gólfinu í salnum síðan 3. janúar og var kappkostað við að ljúka verkinu fyrir blótið. Sigrún Theódórsdóttir forstöðumaður vígði nýtt hljóðkerfi en hún var veislustjóri að venju. Þorramaturinn kom frá Kjarnafæði sem Beata…

Fréttir af Níunni 2. des. 2016

Fréttir af Níunni 2. des. 2016

Vetrarstarfið á Níunni hefur að mestu verið hefðbundið en leikfimi undir stjórn Hildigunnar sjúkraþjálfara er þó ný af nálinni. Leikfimiæfingarnar þykja mjög góðar og gárungar segja; að nú sé fólk farið að geta klippt á sér táneglur og pússað hælana eftir að hafa stundað leikfimina það sem af er vetri enda er aðsóknin mikil. Boccia…