Nokkrir áhugasamir úr Félagi eldri borgara í Ölfusi hafa stundað Boccia af kappi í Íþróttamiðstöðunni í vetur. Ásberg Lárenzinusson var ánægður með árangur vetrarins: „Náðum silfri á Suðurlandsmótinu á Selfossi sem haldið var í 9. apríl sl. Silfurliðið var skipað: Sigurði Ólafssyni, Ingibjörgu Sæmundsdóttur, Brynju Herbertsdóttur og Kristjáni Óskarssyni. Tókum einnig þátt í Íslandsmeistaramótinu á Akranesi, helgina á eftir og gekk ágætlega. Náðum inn í 8 liða úrslit en 30 lið kepptu.“

 

Similar Posts