ÁsbergÁsberg Lárenzínusson formaður FEBÖ lætur ekki deigan síga. Hann er á framboðslista hjá Flokki fólksins fyrir alþingiskosningarnar í 20. október nk. fyrir Suðurkjördæmið. Hann skipar 20. sæti listans.

Ásberg hefur alla tíð tekið virkan þátt í félagsmálum, stjórnmálum og hinu blómlega menningarlífi Þorlákshafnar. Hann hlaut menningarverðlaun Ölfuss 2016 enda barðist hann fyrir því að stofnaður yrði tónlistarskóli í Þorlákshöfn og var aðalhvatamaður að stofnun Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Hann hefur sungið í flestum kórum sem starfað hafa í Þorlákshöfn og oft og tíðum sungið einsöng. Ásberg var einnig einn af þeim sem fengu Bjarna Jónsson listamann til að gera minnisvaða um drukknaða og horfna sem stendur fyrir framan Þorlákskirkju.

Similar Posts