Þá er sumarið komið til okkar og vonandi verður það sólríkt og gott. Hér á 9-unni er alltaf opið frá 8.00 -16.00 ef fólk langar í kaffisopa og að kíkja í dagblöðin. Skipulagt félagsstarf, samkvæmt stundartöflu, er komið í sumarfrí fyrir utan nokkra „bridsara“ sem láta enga farfugla stoppa sig í spilagleðinni og handavinnukonur sem ætla að hittast áfram á þriðjudögum e.h., ef sólin spillir ekki fyrir, svo það er um að gera að kíkja við og athuga gang mála.
Það stendur til að hafa grill og harmonikkuball á Hafnardögum, en meira um það seinna.
Góðar sumarkveðjur sendum við ykkur öllum,
stelpurnar á 9-unni