Febrúar

leshopur
Hluti af leshópnum.

Gaman er að segja frá því að hið árlega Þorrablót sem haldið var á Níunni á bóndadaginn var með eindæmum vel lukkað. Gestir voru hátt í sextíu talsins og skemmtu allir sér frábærlega vel og þorramaturinn reyndist hinn besti. Leshópurinn fór á kostum og fékk fólk til að kveðast á eins og gert var hér áður og fyrr. Þá lék Ester Hjartardóttir á píanó undir fjöldasöng og sungu gestir af miklum krafti. Kvöldið var sem sagt mjög vel heppnað í alla staði og fólk strax farið að hlakka til næsta þorrablótsins að ári.
Félagsvistin hefur gengið vel fyrir sig og næsta fjögurra kvölda syrpa hefst 23. febrúar næstkomandi.

spilavist
Hvað ertu með á hendinni?

Rétt er að taka fram að aðalfundur FEBÖ verður klukkan 14, laugardaginn 21. febrúar.

Nú er heill mánuður liðinn síðan farið var að elda matinn á Níunni fyrir þá sem þar borða. Er fólk mjög ánægt með þetta fyrirkomulag og þennan heimatilbúna mat. Eins og áður getur fólk komið og borðað reglulega á Níunni eða boðað komu sína með dagsfyrirvara, langi það til að prófa matinn og lyfta sér upp með því að kíkja þangað og snæða með öðrum matargestum. Aðsókn hefur verið góð allt frá tíu upp í tuttugu og fimm manns.

Einu breytingarnar sem orðið hafa á stundatöflu Níunnar eru að tiffaný námskeiðin eru nú bæði á miðvikudögum klukkan 9 og 13 og þátttaka er góð.

fb

 

Similar Posts