Ýmsar ferðir eru farnar á vegum eldri borgara í Ölfusi, styttri og lengri.

Menningarferð

Menningarferð er farin einu sinni ári. Farið er á handverks- og listsýningar hjá eldri borgurum og önnur félög eldri borgara heimsótt.

Menningarferð eldri borgara.

Haustferð

Á haustin er hoppað upp í rútu og nærsveitir heimsóttar. Áhugaverðir staðir skoðaðir og snætt saman.

Ferðalag eldri borgara.

Vorferð

Vorferðin er farin í júní á hverju ári. Þetta er þriggja nátta ferð sem ferðanefnd skipuleggur. Hún lætur sér ekki nægja að skipuleggja ferðir og gististaði heldur eru skemmtiatriði á hverjum degi sem eru lengi í minnum höfð.

fyrir-norðan