Sláturgerð
Þau komu trítlandi yfir á Níuna, nemendur 9. bekkjar úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn, mánudag 16. okt. Krakkarnir voru eftirvæntingafullir, því til stóð að búa til 13 slátur með starfsfólki Níunnar og fleirum. Allt gekk þetta eins og í sögu og krakkarnir voru fljót að læra handtökin. Sumir tóku það að sér að smakka soppuna (blóð, mör og mjöl), hvort á vantaði salt eða eitthvað annað krydd. Soppunni var síðan troðið í vampirnar og þeim lokað með saumakap. Krakkarnir voru ljúf sem lömb og ánægð með afraksturinn og starfsfólk Níunnar sérlega ánægt með hjálpina.
Það er skemmtilegt að krakkarnir fái að kynnast hefðbundnum íslenskum haustmat, því það er ekki eins algengt og áður fyrr að fjölskyldur taki slátur. Ungur nemur - gamall temur.
Hér eru myndir frá vinnunni.