Félag eldri borgara í Ölfusi -FEBÖ- heldur aðalfund sinn, laugardaginn 11. febrúar 2017 kl.14.00 að Egilsbraut 9, Þorlákshöfn.
Dagskrá fundar:
-
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Félag eldri borgara í Ölfusi -FEBÖ- heldur aðalfund sinn, laugardaginn 11. febrúar 2017 kl.14.00 að Egilsbraut 9, Þorlákshöfn.
Dagskrá fundar:
Stjórnin.
Nú er vetrardagskrá 9-unnar að líða undir lok að þessu sinni. Fólk er farið að sinna öðru með hækkandi sól. Sigrún Theódórsdóttir komst svo skemmtilega að orði í pistli sínum í maíhefti Bæjarlífs er hún sagði „Þá er sumarið að bresta á með allri sinni fegurð og fuglasöng, mannfólkið skokkar út um mela og móa í…
Vorferð FEBÖ var farin að þessu sinni til Siglufjarðar og dvalið á hótel Sigló í tvær nætur. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð var leiðsögumaður okkar og ók með okkur um Siglufjörð og Ólafsfjörð og sagði okkur frá bæjunum. Við skoðuðum Þjóðlagasetrið, Síldarminjasafnið og bjórverksmiðju. Við vorum heppin með veður eins og reyndar alltaf í ferðunum okkar…
Þá fer vetrastarfið á 9-unni að renna sitt skeið en þó er kannski hápunkturinn eftir, Hafnardagar og skemmtilegheitin í kringum þessa ágætu bæjarhátíð okkar. Í fyrra litu í fyrsta sinn bæjarhátíðarhattarnir dagsins ljós og vöktu mikla athygli og ánægju. Konur í Félagi eldri borgarra hafa ekki setið auðum höndum að undanförnu og hefur þeim tekist…
Vetrarstarfið á Níunni hefur að mestu verið hefðbundið en leikfimi undir stjórn Hildigunnar sjúkraþjálfara er þó ný af nálinni. Leikfimiæfingarnar þykja mjög góðar og gárungar segja; að nú sé fólk farið að geta klippt á sér táneglur og pússað hælana eftir að hafa stundað leikfimina það sem af er vetri enda er aðsóknin mikil. Boccia…
Nemendur á miðstigi Grunnskólans í Þorlákshöfn komu 16. nóv. á Degi íslenskrar tungu og lásu ljóð og sungu svo fallega fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Félagsfundur var 19. nóv. og mætti formaður og varaformaður Landsambands eldri borgara. Jólabasarinn var svo 21. nóv. og var glatt á hjalla. Nemendur 10. bekkjar Grunnskólans komu 23. nóv. og…
Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði, söng á Níunni dag fyrir fullan sal af fólki. Stjórnandi kórsins er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. Kórinn söng mörg lög og átti nokkur aukalög þegar hann var klappaður upp oftar en einu sinni.Gaflarakórinn var á yfirreið um Suðurland og ákvað að koma við í Þorlákshöfn, syngja fyrir félagaga sína í…