Nú er vetrardagskrá 9-unnar að líða undir lok að þessu sinni. Fólk er farið að sinna öðru með hækkandi sól. Sigrún Theódórsdóttir komst svo skemmtilega að orði í pistli sínum í maíhefti Bæjarlífs er hún sagði „Þá er sumarið að bresta á með allri sinni fegurð og fuglasöng, mannfólkið skokkar út um mela og móa í sólinni og skipulögð vetrardagskrá 9-unnar hopar undan góða veðrinu og þá er um að gera að valhoppa í sundlaugina eða á púttvöllinn og fá smá freknur á nefið.“
Njótið sumarsins.

Similar Posts

Vetrardagskrá haustið 2017 á Níunni
BySíung
Vetrardagskrá Níunnar er komin á fullt skrið. Stundatöfluna er hægt að nálgast hér. Ný spilalota hófst 2. október og eru spiluð fjögur kvöld í lotu en úrslitin eru reiknuð út frá þremur kvöldum, þannig að það kemur ekki að sök ef eitt kvöld dettur út. Hildigunnur heldur áfram með leikfimina tvisvar í viku, boccia er…

Ásberg í framboð
BySíung
Ásberg Lárenzínusson formaður FEBÖ lætur ekki deigan síga. Hann er á framboðslista hjá Flokki fólksins fyrir alþingiskosningarnar í 20. október nk. fyrir Suðurkjördæmið. Hann skipar 20. sæti listans.Ásberg hefur alla tíð tekið virkan þátt í félagsmálum, stjórnmálum og hinu blómlega menningarlífi Þorlákshafnar. Hann hlaut menningarverðlaun Ölfuss 2016 enda barðist hann fyrir því að stofnaður yrði tónlistarskóli í…

Ungur nemur – gamall temur
BySíung
Fimmudaginn 17. október var nemendum 9. bekkjar í heimilisfræðivali í Grunnskólanum í Þorlákshöfn boðið að koma á Níuna (Egilsbraut 9) og gera slátur með starfsmönnum, eldri borgurum í dagdvöl og þeim sem nýta sér þjónustu mötuneytisins.Nemendur þáðu boðið með þökkum og skunduðu á fund eldri borgara og starfsfólks Níunnar ásamt Berglindi Ósk Haraldsdóttur stuðningsfulltrúa. Sumir…

Þorrablót 2016
BySíung
Það var glatt á hjalla á þorrablóti Félags eldri borgara í Ölfusi og Níunnar á bóndag 22. janúar síðastliðinn. Salurinn á Níunni var fullur af prúðbúnu fólki. Borð svignuðu undan þorramat frá Kjarnafæði en um matinn sáu þær stöllur Beata og Sigga sem vinna í mötuneyti Níunnar. Sönghefti voru á borðum með þorrasöngvum sem sungið…

Allt komið á fullt á 9-unni og hjá FEBÖ
BySíung
Haustið er komið og vetrarstarfið hafið á 9-unni og þar með hjá Félagi eldriborgara í Ölfusi. Sitthvað nýtt verður á döfinni og annað með hefðbundnum hætti. Helstu nýjungar eru: Útskurðarnámskeið undir leiðsögn Valdimars Ingvasonar. Það verður á fimmtudögum kl. 9. Silkimálun er líka nýjung og Eyjólfur Veturliði Jónsson kennir. Námskeiðið er klukkan 13 á föstudögum. Tiffaný…

Bocciamót
BySíung
Nokkrir áhugasamir úr Félagi eldri borgara í Ölfusi hafa stundað Boccia af kappi í Íþróttamiðstöðunni í vetur. Ásberg Lárenzinusson var ánægður með árangur vetrarins: „Náðum silfri á Suðurlandsmótinu á Selfossi sem haldið var í 9. apríl sl. Silfurliðið var skipað: Sigurði Ólafssyni, Ingibjörgu Sæmundsdóttur, Brynju Herbertsdóttur og Kristjáni Óskarssyni. Tókum einnig þátt í Íslandsmeistaramótinu á…