Nóvember
Nemendur á miðstigi Grunnskólans í Þorlákshöfn komu 16. nóv. á Degi íslenskrar tungu og lásu ljóð og sungu svo fallega fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Félagsfundur var 19. nóv. og mætti formaður og varaformaður Landsambands eldri borgara.
Jólabasarinn var svo 21. nóv. og var glatt á hjalla.
Nemendur 10. bekkjar Grunnskólans komu 23. nóv. og skáru út með okkur laufabrauð af mikilli snilld og allir skemmtu sér konunglega. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og þökkum við krökkunum kærlega fyrir komuna.
Litlu jólin voru haldin með pompi og prakt 27. nóv. og mættu rúmlega 50 manns. Borðaður var dýrindis jólamatur og Sigga Eyrún og Ásgeir Ásgeirsson sungu jólalög. Þetta var notalega samverustund.
Í desember eigum við von á nemendum úr Grunnskólanum og Tónlistarskóla Árnesinga sem ætla að stytta okkur stundir með söng og hljóðfæraleik. Lúðrasveit Þorlákshafnar hefur boðað komu sína og Söngfélag Þorlákshafnar ætlar að syngja fyrir okkur nokkur jólalög. Engar dagsetningar eru komnar þess vegna er fólk beðið um að fylgjast vel með auglýsingatöflunni á 9-unni.
ST